Fjallskilareglugerð Skagafjarðar í endurskoðun
05.03.2015
Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur skipað nefnd til að endurskoða fjallskilareglugerð fyrir Skagafjörð. Nefndina skipa Arnór Gunnarsson starfsmaður sveitarfélagsins sem formaður, Haraldur Þór Jóhannsson Enni, Smári Borgarsson Goðdölum og Agnar Gunnarsson Miklabæ. Nefndin hefur ákveðið að bjóða íbúum að koma með ábendingar um það sem þeim finnst að mætti breyta frá núverandi reglugerð en hana má finna hér.
Ábendingar skulu berast til Arnórs Gunnarssonar á netfangið arnorg@skagafjordur.is eða skriflega en heimilisfang hans er Laugavegur 3, 560 Varmahlíð. Einnig er hægt að hafa samband við Agnar Gunnarsson á Miklabæ, 560 Varmahlíð.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. apríl