Fara í efni

Nemendur afhenda ágóða Árskóladagsins

02.06.2017
Mynd: Nemendur 10. bekkjar afhenda fulltrúum Skagfirðingasveitar ávísun

Laugardaginn 6. maí síðastliðinn var Árskóladagurinn haldinn í Árskóla á Sauðárkróki. Af því tilefni var opið hús í skólanum og öllum boðið að koma og kynnast skólastarfinu. Nemendur höfðu búið til ýmsar vörur sem voru til sölu auk þess sem þeir seldu kaffi, djús og meðlæti sem þeir höfðu bakað.

 

Við skólaslit Árskóla í gær afhentu nemendur 10. bekkjar Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit allan ágóða Árskóladagsins sem nam 424 þúsund krónum.