Nemendur Varmahlíðarskóla í úrslitum NKG
11.05.2016
Fjórir nemendur í Varmahlíðarskóla voru valdir úr fjölmennum hópi grunnskólanema til að fara á vinnustofu Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Í ár voru sendar inn 1750 hugmyndir að nýsköpun og áttu nemendur Varmahlíðarskóla þrjár þeirra.
Þau eru Lilja Diljá og Flóra í 5. bekk með takka- og inni íþróttaskó og Óskar Aron og Indriði Ægir í 6. bekk með tappahníf og markaskráarapp. Á heimasíðu NKG má finna nánari upplýsingar um keppnina, úrslitin og vinnustofuna.