Fara í efni

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 | Information about COVID-19 virus outbreak

06.03.2020
Mynd: Facebook síða Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19
English below

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19). Fyrstu smit innanlands voru staðfest í dag. Þau eru tvö talsins.

Í kjölfarið var ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Það er gert m.a. á grunni þess að sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands.

Virkjun neyðarstigs hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig sem varað hefur frá 28. febrúar sl. Ekki hefur verið lagt á samkomubann.

Stjórnvöld og viðbragðsaðilar hafa undanfarið unnið að miklu leyti eins og um neyðarstig væri að ræða og því hafa ýmsar ráðstafanir sem neyðarstig kveður á um þegar verið gerðar. Þar má nefna áætlanir um vöktun og farsóttagreiningu ásamt því að tryggja að sóttvarnaráðstöfunum sé beitt.

Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að huga vel að hreinlætisaðgerðum og forðast mannamót að óþörfu.
Sjá nánar hér

English.
The National Commissioner of the Icelandic Police has raised the alert level of the response to the COVID-19 virus outbreak. Two instances of transmission inside Iceland have been confirmed today.
As a result, it has been decided to move the response into the emergency phase.
This emergency activation has no significant impact on the public beyond those measures that have been taken already. However, it allows for response agencies and critical service providers to increase their preparedness activities. For the time being, no travel restrictions are in force.
The Chief Epidemiologist and his staff are paying special attention to vulnerable groups, particularly the elderly and those with underlying medical conditions.