Ný framtíðarstörf í þjónustu við fatlað fólk á Sauðárkróki
Upphaf eða Tímabil starfs: 1. júní
Starfshlutfall: Tvö störf í 90 % starfshlutfalli og eitt starf í 50% starfshlutfalli.
Starfsheiti: Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk II.
Lýsing á starfinu: Starfsmaður aðstoðar fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs, s.s. við umönnun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.
Um er að ræða þjónustu við fjóra einstaklinga. Þrjá íbúa í einstaklingsíbúð og einn einstakling sem fær þjónustu hluta úr degi. Þjónustan er veitt í tveimur húsum. Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Karlar eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
Menntunarkröfur: Gerð er krafa um bílpróf. Önnur menntun er kostur.
Hæfniskröfur: Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með fötluðu fólki. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, umhyggju, lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og stundvísi. Þekking og reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri. Hreint sakavottorð, skv. lögum um málefni fatlaðs fólks.
Vinnutími: Vaktavinna í 90% stöður og dagvinna í 50% stöðu.
Launakjör: Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur: 21. maí 2018
Nánari upplýsingar: Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi, ragnheidura@skagafjordur.is, 4556081, 7707355. Sigþrúður Jóna Harðardóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi, sigthrudurh@skagafjordur.is, 4556082.
Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.