Fara í efni

Ný göngubrú neðan stíflu í Sauðárgili

01.09.2015
Ný brú í Sauðárgili

Í gær var nýrri brú komið fyrir neðan stíflu í Sauðárgili. Starfsmenn sveitarfélagsins höfðu gengið svo frá gömlu brúnni að hægt væri að flytja hana burt en hún var orðin mjög léleg. Starfsmenn eignasjóðs sáu um að steypa undirstöður undir nýju brúna sem Þ. Hansen kom með á staðinn.

Starfsmenn frá Slippnum á Akureyri komu svo í gær með stóran krana til að koma brúnni á sinn stað. Hífa þurfti brúna tæpa 40 metra til að koma henni á réttan stað og útbúa sérstakt plan á staðnum svo kraninn gæti athafnað sig.

Nýja brúin var smíðuð af Límtré Vírnet á Flúðum. Hún vegur um 1.200 kg, er 9 metrar að lengd og 1,5 metrar á breidd. Við hvetjum ykkur til að fá ykkur göngutúr og skoða þessa flottu nýju brú.