Nýjar sandkistur á þéttbýlisstöðum í Skagafirði
16.03.2015
Í vikunni var komið fyrir sandkistum á þéttbýlisstöðum í Skagafirði. Í kistunum er saltblandaður sandur og er fólki frjálst að ná sér í sand í kisturnar til að sanda í kringum hús sín.
Kisturnar eru staðsettar á eftirfarandi stöðum;
Steinsstaðir: við norðurvegg gamla bókasafnsins.
Varmahlíð: við norðurvegg íþróttahússins
Sauðárkrókur: við suðurhlið þjónustumiðstöðvar / Eignasjóðs á Borgarflöt
Hólar: við aðalinngang grunnskólans
Hofsós: við austurhlið áhaldahússins við Norðurbraut