Fara í efni

Nýjum sorptunnum verður dreift á öll heimili í Varmahlíð á morgun

06.03.2023

Eins og tilkynnt var fyrir helgi þá eru breytingar í vændum í sorphirðumálum í Skagafirði (sjá frétt hér).

Nýjum sorptunnum verður dreift á öll heimili í Skagafirði á næstu vikum og verða fyrstu tunnurnar afhentar í Varmahlíð á morgun, þriðjudaginn 7. mars.

Flokkunarhandbók mun berast með pósti á öll heimili í Skagafirði í vikunni með nákvæmum upplýsingum um hvernig skal flokka, upplýsingum um grenndarstöðvar og móttökustöðvar, ásamt öðrum handhægum upplýsingum.

Um og eftir helgina nk. mun starfsfólk frá Íslenska gámafélaginu ganga í hús til að kynna íbúum nýja flokkunarkerfið. 

Áætun um dreifingu tunna er eftirfarandi:

Varmahlíð 7. mars

Hofsós 14. mars

Hólar og dreifbýli 15. til 24. mars

Sauðárkrókur 27. til 31. mars

Dagsetningar hvenær gengið verður í hús eftir svæðum er eftirfarandi:

11.–12. mars – þéttbýli

11.–15. mars – dreifbýli

Gengið verður í hús frá kl. 10 og fram eftir degi alla dagana.

Við hvetjum íbúa Skagafjarðar til þess að taka vel á móti starfsfólki Íslenska gámafélagsins og að kynna sér vel flokkunarhandbókina sem mun berast í vikunni. Einnig má nálgast flokkunarhandbókina á rafrænu formi með því að smella hér.