Nýjung á heimasíðu - innsendir viðburðir
15.02.2019
Athygli er vakin á því að nú er mögulegt að tilkynna beint um viðburði sem framundan eru í Skagafirði til birtingar í viðburðardagatalinu á heimasíðunni www.skagafjordur.is á einfaldan og auðveldan máta. Á forsíðunni er hnappur - senda inn viðburð - þar sem upplýsingarnar eru skráðar. Stjórnendur síðunnar yfirfara alla viðburði og séu þeir samþykktir birtast þeir í viðburðardagatalinu.
Við hvetjum alla þá sem standa að hinum ýmsu viðburðum, stórum sem smáum, til þess að nýta sér þennan auglýsingarmáta.