Nýr skólastjóri Varmahlíðarskóla
24.06.2015
Hanna Dóra Björnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Varmahlíðarskóla en sex umsóknir bárust um stöðuna. Hanna Dóra er grunnskólakennari og með meistarapróf í uppeldis- og sálfræðiráðgjöf auk náms í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana. Hún hefur auk þess víðtæka reynslu úr skólastarfi og sem uppeldis- og sálfræðiráðgjafi.
Hanna Dóra er boðin velkomin til starfa.