Fara í efni

Nýr yfirhafnarvörður kominn til starfa

01.02.2017
Dagur Þór Baldvinsson

Nýr yfirhafnarvörður hóf störf hjá Skagafjarðarhöfnum í dag, 1. febrúar, Dagur Þór Baldvinsson. Dagur Þór er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og mun í vor ljúka fjárnámi í APME verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík með IPMA alþjóðlegri vottun.

Yfirhafnarvörður starfar hjá Hafnarsjóði Skagafjarðar sem á og rekur tvær hafnir í Skagafirði, á Sauðárkróki og á Hofsósi og sinnir margvíslegum verkefnum.  

Dagur Þór er boðinn velkominn til starfa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.