Fara í efni

Gott gengi Varmahlíðarskóla í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema

26.05.2014

Nú er Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna lokið en vinnusmiðjur voru í Háskólanum í Reykjavík fyrir Forseti Íslands afhendir Þóri Árna verðlaunhelgina. Lokahóf keppninnar var í gær þar sem fram fóru verðlaunaafhendingar. Verðlaun voru veitt í þremur aðalflokkum. Þórir Árni Jóelsson frá Varmahlíðarskóla hreppti silfurverðlaun fyrir hönnun sína í flokknum Sköpunarkraftur, frumkvæði og uppfinningagleði en hann hannaði "Ferðabrú fyrir fé og hross". Hann tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Nokkrir þátttakenda kynntu sín verkefni við hátíðahöldin. Þar á meðal voru Andri Snær Tryggvason og Ari Óskar Víkingsson einnig frá Varmahlíðarskóla sem kynntu hugmynd sína og útfærslu á hlaupahjólatösku. Fengu þeir Keppendurbikar fyrir góða framsögn og upplýsingamiðlun sem JC á Íslandi veitir einum keppanda ár hvert. Grunnskólinn Austan Vatna átti tvo fulltrúa í keppninni þau Ólaf Ísar Jóhannesson og Emilíu Sól Jónsdóttur. Hugmynd Ólafs var moðpressari en hugmynd Emilíu útfærsla af boltahillu.