Nýsköpunarvika í Grunnskólanum austan Vatna
23.10.2014
Mikið hefur verið um að vera þessa vikuna hjá nemendum Grunnskólans austan Vatna enda stendur nú yfir nýsköpunarvika. Nýsköpunarsýning verður í húsnæði skólans á Hofsósi föstudaginn 24. nóv kl 10:30-12. Meðan sýningin stendur yfir munu 9. bekkingar vera með opið kaffihús. Í dag þann 23. okt verða þeir hinsvegar með kaffiveitingar í Kaffi kind í Ketilási í Fljótum milli kl 19-21.
Allir eru velkomnir að koma í skólann og sjá vinnu nemenda og gæða sér á góðgæti í kaffihúsunum.
Yngstu bekkirnir fengu heimsókn frá Rauða krossinum í vikunni og var boðið upp á skyndihjálparfræðslu.