Nýtt ferðaþjónustukort fyrir Skagafjörð
Nýlega gáfu Sveitarfélagið Skagafjörður og Félag Ferðaþjónustunnar í Skagafirði út nýtt Skagafjarðarkort. Er Skagafjarðarkortinu ætlað að sameina Skagafjarðarbæklinginn og afrifukort af Skagafirði, sem hefur verið gefin út undanfarin ár, í eitt öflugt kort fyrir ferðamenn þar sem allar helstu upplýsingar um Skagafjörð er að finna. Kortið sýnir þá áhugaverðu staði, þjónustu og afþreyingu sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn.
Efnt var til myndasamkeppni um forsíðumynd Skagafjarðarkortsins. Margar fallegar myndir bárust og voru innsendar myndir um 80 talsins. Var mynd Hermanns Þórs Snorrasonar valin og prýðir hún forsíðu Skagafjarðarkortsins.
Kortið verður aðgengilegt á öllum helstu upplýsingamiðstöðvum landsins sem og hjá ferðaþjónustuaðilum í Skagafirði.
Hægt er að skoða kortið hér