Öll skólastigin horfðu saman á sólmyrkvann
23.03.2015
Sólmyrkvi er einstakt náttúrufyrirbrigði sem ekki sést nema á margra ára fresti og því létu landsmenn þennan atburð ekki fram hjá sér fara. Öll skólastigin á Hólum í Hjaltadal söfnuðust saman við bæinn Dalsmynni þ.e. nemendur leikskólans, grunnskólans og Háskólans á Hólum. Allir voru mættir með gleraugu og einn kennari háskólans var með stjörnukíki meðferðis sem allir fengu að njóta og horfa í. Veðrið var frábært og allir skemmtu sér hið besta segir á heimasíðu leikskólans Tröllaborgar.