Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra
Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 22. nóvember 2018. Sækja skal um styrki rafrænt á Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Umsækjendur þurfa að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Sé umsækjandi ekki með íslykil er hægt að sækja um hann á island.is.
Umsækjendur eru hvattir til þess að kynna sér vel verklags- og úthlutunarreglur. Viðtalstímar/vinnustofur verða auglýstar þegar nær dregur.
Myndband með leiðbeiningum um gerð umsókna má finna á heimasíðu SSNV undir Uppbyggingarsjóður. Nánari upplýsingar og aðstoð veita starfsmenn SSNV.
Davíð Jóhannsson david@ssnv.is
Ingibergur Guðmundsson ingibergur@ssnv.is
Sólveig Olga Sigurðardóttir solveig@ssnv.is
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sveinbjorg@ssnv.is