Opinn fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins
Hafinn er undirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins . Leitað er til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn. Af því tilefni boðar Skipulags- og byggingarnefnd til opins fundar 10. október nk. kl. 17:00-19:00 í Húsi frítímans á Sauðárkróki um helstu áherslur við mótun aðalskipulagstillögu fyrir sveitarfélagið næstu 12 árin a.m.k.
Á fundinum verða formaður skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjóri, sérfræðingar frá Byggðastofnun og formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga með framsögur og að þeim loknum verða umræður og vinnustofur.
Íbúar og hagaðilar eru hvattir til þátttöku til að móta áherslur og framtíðarsýn á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Nánari dagskrá má nálgast hér.