Orkustofnun auglýsir styrki til uppsetningar á sólarsellum
12.08.2024
Vakin er athygli á því að Orkusetur Orkustofnunar auglýsir eftir umsóknum um Sólarsellustyrki.
Í forgangi við úthlutun styrkja eru notendur utan samveitna, notendur á dreifbýlistaxta og notendur á rafhituðu svæði. Um samkeppnissjóð er að ræða og við val á umsóknum er horft til verkefna þar sem notkun og framleiðslugeta fara hvað best saman.
Sótt er um styrki í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar. Opið er fyrir umsóknir til 31. ágúst nk.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Orkustofnunar:
https://orkustofnun.is/orkuskipti/orkusetur/solarsellustyrkir