Fara í efni

Ósk um tilboð í leigu á veiðirétti í Unadalsá (Hofsá) í Skagafirði

10.04.2025

Veiðifélag Unadalsár (Hofsár) óskar eftir tilboðum í leigu á öllum veiðirétti félagsins í Unadalsá fyrir veiðitímabil áranna frá og með 2025 til og með 2029 með almennu útboði.

Útboðsgögnin fást afhent með rafrænum hætti hjá Landssambandi veiðifélaga. Vinsamlegast hafið samband á netfangið gunnar@angling.is.

Tilboðum skal skilað í lokuðum umslögum á skrifstofu Landssambands veiðifélaga, Síðumúla 34, 108 Reykjavík, eða í tölvupósti á gunnar@angling.is, eigi síðar en kl. 15:00 miðvikudaginn 7. maí 2025 þar sem þau verða opnuð i viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.