Fara í efni

Óskað er eftir rekstraraðilum fyrir félagsheimilin Ljósheima, Bifröst og Ketilás

04.11.2020

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir umsóknum frá aðilum sem hafa áhuga á taka að sér rekstur á félagsheimilinu Ljósheimum við Sauðárkrók, félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki og félagsheimilinu Ketilási í Fljótum.

Félagsheimilið Ljósheimar er byggt árið 1985 og er um 343,4 m². í húsinu er rúmgóður salur, vel útbúið eldhús, góð salernisaðstaða og herbergi á efri hæð. Félagsheimilið er nýtt fyrir samkomuhald af ýmsum toga, s.s. fundi, veislur, markaði og jafnvel ættarmót, en stærð lóðar er um 7000 m².

Félagsheimilið Bifröst er byggt árið 1925 og er 624,9 m². Húsið er innréttað með föstum sætum til kvikmyndasýninga, leiksýninga og tónleikahalds og tekur um 100 manns í sæti. Í húsinu er m.a. svið og búningsaðstaða, kvikmyndatjald og sjoppa.

Félagsheimilið Ketilás er byggt árið 1964 og er 291,2 m². Í húsinu er rúmgóður salur, vel útbúið eldhús, hljómsveitarpallur og dansgólf. Undanfarin ár hefur starfsemi í húsinu verið fjölbreytt, s.s. veislur, ættarmót, þorrablót, dansleikir og fundir.

Óskað er eftir upplýsingum um bakgrunn og reynslu umsækjenda, sem og hugmyndum um hvernig umsækjandi hyggist nýta húsið, til eflingar menningar- og félagslífi í Skagafirði.

Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2020.

Umsóknum skal skilað í Ráðhúsið á Sauðárkróki til Sigfúsar Ólafs Guðmundssonar, verkefnastjóra í atvinnu-, menningar og kynningarmálum, eða á netfangið sigfusolafur@skagafjordur.is.