Óskað er eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar
Óskað er eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023.
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn árið 2016 og verða nú veitt í áttunda sinn á setningu Sæluviku sem fram fer í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 30. apríl nk.
Frestur til þess að senda inn tilnefningar er til og með 18. apríl nk.
Tilnefningar eru sendar inn með því að fylla út rafrænt skjal en einnig er í boði að senda tilnefningar á netfangið heba@skagafjordur.is eða skila inn skriflega í afgreiðslu Ráðhússins á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 17-21.
Eftirtaldir aðilar hafa verið sæmdir Samfélagsverðlaunum Skagafjarðar fyrir sinn þátt í að efla skagfirskt samfélag:
2016 – Stefán Pedersen
2017 – Kristmundur Bjarnason
2018 – Hjónin Árni Stefánsson og Herdís Klausen
2019 – Geirmundur Valtýsson
2020 – Helga Sigurbjörnsdóttir
2021 – Stefán R. Gíslason
2022 – Helga Bjarnadóttir