Páskadagskráin í Skagafirði
12.04.2017
Það verður nóg um að vera í Skagafirði um páskana og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Árlegt skíðagöngumót Ferðafélags Fljóta hefst kl. 13 á föstudaginn langa og Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið alla dagana frá kl. 10-16. Skíðafólk og aðrir eiga kost á því að slaka á í sundlaugum Skagafjarðar um páskana. Tónlistarunnendum býðst að fara á Skírdagstónleika með KK í Sauðárkrókskirkju á Skírdag og á laugardaginn verða Stebbi og Eyfi með tónleika á Mælifelli á Sauðárkróki. Þá verða hátíðarmessur um allan fjörð ásamt nokkrum fermingarmessum.
Þeir sem ekki hafa séð uppsetningu Leikfélags Hofsóss á Maður í mislitum sokkum hafa enn tækifæri til þess, en lokasýning hjá þeim er laugardaginn 15. apríl.