Fara í efni

Persónuleg aðstoð á heimili í nágrenni Varmahlíðar

14.04.2016

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða kvenmann til þess að sinna persónulegri aðstoð við konu á heimili hennar í nágrenni Varmahlíðar.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Fjöldi og starfshlutfall: Eitt starf í 50 -80% starfshlutfalli (eftir samkomulagi).

Lýsing á starfinu: Starfið felst í persónulegri aðstoð á heimili í nágrenni Varmahlíðar. Í því felst að aðstoða einstakling við athafnir daglegs lífs og sinna líkamlegum og félagslegum þörfum eftir því sem við á.

Hæfniskröfur: Leitað er að konu sem hefur góða vitund fyrir sjálfri sér og hvernig hún getur nýtt hæfileika sína sem best í þágu þjónustunotenda, ríka ábyrgðartilfinningu, virðingu í mannlegum samskiptum og skilning á mannlegum þörfum. Viðkomandi þarf að vera opin og jákvæð í viðmóti, tilbúin að tileinka sér nýjar hugmyndir og hafa metnað í starfi. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri og vera með bílpróf.

Vinnutími: Dagvinna. Unnið er á milli kl. 9 og 17 virka daga og er vinnutími samkomulagsatriði.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

 

Nánari upplýsingar gefur Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, í síma 455-6000 eða steinunnr@skagafjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2016

Sótt er um á heimasíðu sveitarfélagsins (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.