Fara í efni

Ráðhúsið á Sauðárkróki lokað vegna hertra sóttvarnaaðgerða

02.11.2020

Hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi um allt land laugardaginn 31. október sl.
Af þeim sökum verður afgreiðsla Ráðhússins á Sauðárkróki lokuð til og með 17. nóvember nk.

Fólk er hvatt til að nýta þess í stað síma (455-6000), tölvupóst eða íbúagátt á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Netföng flestra starfsmanna er að finna á heimasíðunni en einnig má senda fyrirspurnir á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is. Hægt verður að panta fund/tíma hjá starfsmanni ef ekki er hægt að leysa nauðsynleg mál rafrænt eða í síma. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Að lokum eru íbúar hvattir til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og fylgja gildandi sóttvarnaráðstöfunum í hvívetna.

Við erum öll almannavarnir!