Fara í efni

Ráðhúsið á Sauðárkróki lokað vegna hertra sóttvarnaaðgerða

24.03.2021
Ráðhúsið á Sauðárkróki

Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi um allt land frá miðnætti í kvöld og gilda þær í þrjár vikur.

Af þeim sökum verður afgreiðsla Ráðhússins á Sauðárkróki lokuð frá og með morgundeginum og til sama tíma og reglur þessar gilda um. Fyrirkomulagið verður þá endurskoðað til samræmis við þær reglur sem þá taka við.

Fólk er hvatt til að nýta þess í stað síma (455-6000), tölvupóst eða íbúagátt á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Netföng flestra starfsmanna er að finna á heimasíðunni en einnig má senda fyrirspurnir á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is. Hægt verður að panta fund/tíma hjá starfsmanni ef ekki er hægt að leysa nauðsynleg mál rafrænt eða í síma. 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Að lokum eru íbúar hvattir til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og fylgja gildandi sóttvarnaráðstöfunum í hvívetna.

Við erum öll almannavarnir!