Fara í efni

Ráðleggingar til ferðamanna frá Embætti landlæknis

01.03.2020
Leiðbeiningar frá Embætti landlæknis vegna COVID-19 veirunnar

Embætti landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til ferðamanna sem eru að koma frá svæðum þar sem COVID-19 veiran hefur greinst. Einstaklingar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði.. Ef þeir fá einkenni frá öndunarfærum, sérstaklega með hita, skulu þeir hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.


Sóttvarnalæknir hvetur einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega þar sem COVID-19 hefur verið staðfest að:

-          Fylgjast vel með ferðatakmörkunum og fjöldasamkomutakmörkunum á þeim svæðum og aðlaga ferðaáætlanir eins og þurfa þykir.

-          Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni Opnast í nýjum glugga.

-          Handspritt má nota ef ekki er hægt að þvo hendur. Þó skyldi alltaf þvo hendur með sápu og vatni ef þær eru sýnilega óhreinar.

-          Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni/hósta.

-          Ekki snerta munn, nef eða augu með óþvegnum höndum.

-          Nota pappír fyrir vit við hnerra og hósta og þvo hendur reglulega. Henda skal pappír eftir notkun.

-          Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum.

Athygli skal vakin að þeir sem eru að ferðast frá löndum þar sem smit eru staðfest en eru talin sem svæðið með litla smithættu, svæði eins og Tenerife, skuli gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum.

Nánar má lesa um ráðleggingar frá Embætti Landlæknis hér