Ragnhildur Sigurlaug hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning
Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla og var lokahátíð hennar haldin í Eldborgarsal Hörpu þann 2. apríl sl. Á svæðistónleikunum sem haldnir voru á Egilsstöðum um miðjan mars var Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir valin til að fara á lokatónleika í Hörpu með sitt einleiksatriði.
Á lokahátíðinni hlaut Ragnhildur Sigurlaug, nemandi Tónlistarskóla Skagafjarðar, viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning í grunnnámi í flokki einleiks- og einsöngsatriða. Hún lék verkið Humoreska eftir Anton Dvorak.
Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins og um 15.000 nemendur stunda nám innan tónlistarskólakerfisins. Með uppskeruhátíðinni er kastljósinu beint að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu sinnar.
Við óskum Ragnhildi Sigurlaugu hjartanlega til hamingju með framúrskarandi árangur.
Mynd: Styrmir Kári