Reikningar vegna söfnunar og förgunar dýraleifa
22.02.2023
Þann 1. janúar 2023 tóku gildi ný lög er varða hringrásarhagkerfið og samkvæmt lögunum er sveitarfélögum skylt er að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við viðkomandi þjónustu við losun sorps. Söfnun og förgun dýraleifa fellur þar undir.
Fyrstu reikningar fyrir söfnun og förgun dýraleifa eru í vinnslu en álagning miðast við stærð bústofns samkvæmt búfjárskýrslum. Álagningu ársins er skipt í 10 greiðslur líkt og gert er með fasteignagjöld sveitarfélagsins.
Sjá má gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði með því að smella hér.