Fara í efni

Réttardagar haustsins

19.08.2016
Hross í Laufskálarétt

Nú er sumri tekið að halla og þá taka við hin hefðbundnu haustverk og eru göngur og réttir þar á meðal. Búið er að ákveða réttardaga í flestum skagfirskum fjár- og stóðréttum þetta árið.

 

 

Fimmtudagur 8. sept fjárréttir: Hraunrétt Sléttuhlíð.

Föstudagur 9. sept fjárréttir: Stíflurétt Fljótum.

Laugardagur 10. sept fjárréttir: Holtsrétt, Flókadalsrétt, Skálárrétt, Unadalsrétt, Deildardalsrétt, Sauðárkróksrétt, Selnesrétt og Skarðarétt.

Sunnudagur 11. sept fjárréttir: Laufskálarétt, Staðarrétt og Mælifellsrétt.

Mánudagur 12. sept fjárréttir: Silfrastaðarétt.

Laugardagur 17. sept fjárréttir: Hofsrétt Vesturdal,

Laugardagur 17. sept stóðréttir: Skarðarétt, Selnesrétt og Staðarrétt.

Sunnudagur 18. sept fjárréttir: Hlíðarrétt Vesturdal.

Föstudagur 23. sept stóðréttir: Unadalsrétt og Deildardalsrétt.

Laugardagur 24. sept stóðréttir: Laufskálarétt.

Laugardagur 1. okt stóðréttir: Flókadalsrétt.

Hreppaskil eru mánudaginn 3. október.