Fara í efni

Rögnvaldur Valbergsson hlýtur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023

30.04.2023
Rögnvaldur Valbergsson ásamt eiginkonu sinni Hrönn Gunnarsdóttur

Hefð hefur skapast fyrir því að afhenda Samfélagsverðlaun Skagafjarðar á setningu Sæluviku en samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn á setningu Sæluviku Skagfirðinga árið 2016 og er þetta því í 8. sinn sem Samfélagsverðlaunin eru veitt.

Á 10. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. apríl sl. var samþykkt einum rómi að Rögnvaldur Valbergsson hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023.

Rögnvaldur er flestum Skagfirðingum góðkunnugur. Hann hefur staðið vaktina í samfélagi okkar í áratugi og aðstoðað leika og lærða. Hans afrek eru mörg og tengjast mikið tónlist. Hann er óþreytandi að leggja góðum hlutum lið og er hafsjór af fróðleik í þeim efnum. Rögnvaldur hefur spilað undir hjá fjölmörgum kórum og allskyns hópum auk þess að vera organisti Sauðárkrókskirkju til langs tíma. Rögnvaldur er gjöfull og greiðagóður á tíma sinn og hæfileika til samfélagsins.

Það er því vel við hæfi að Rögnvaldur Valbergsson hljóti Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og að þakka honum opinberlega fyrir öll hans óeigingjörnu störf í gegnum tíðina.

 

Hér má sjá svipmyndir frá setningu Sæluviku: