Fara í efni

Römpum upp Ísland bæta aðgengi í Skagafirði

09.06.2023
Magnús Jóhannesson formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og starfsmenn Römpum upp Ísland opna fyrsta rampinn formlega.

Undanfarna daga hafa aðilar á vegum Römpum upp Ísland unnið að því að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða hér í Skagafirði. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Þeir Magnús Gunnlaugur Jóhannesson formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar opnuðu svo formlega fyrstu rampana hér í Skagafirði ásamt starfsmönnum Römpum upp Ísland. Þeir staðir þar sem hafa fengið aukið aðengi eru:

Arion Banki
Blóma- og gjafabúðin
Eden – snyrti- og fótaðgerðarstofa
Eftirlæti – snyrtistofa og verslun
Hársnyrtistofan Capello
Hjá Ernu – hársnyrtistofa
Táin og Strata – nudd-, fótaaðgerða- og snyrtistofa.
Íbúðir aldraðra á Hofsósi

Hægt er að fræðast nánar um verkefnið á heimasíðu Römpum upp Ísland og jafnframt geta aðilar sótt um stuðning við framkvæmdir til að bæta aðgengi hjá sér á heimasíðunni.