Sæluvika Skagfirðinga
22.04.2016
Nú er Sæluvikan framundan en setning hennar verður í Safnahúsinu sunnudaginn 24. apríl kl 14. Sæluvikan er gamall menningarviðburður en upphaflega kallaðist vikan Sýslufundarvika og þá kom sýslunefnd Skagafjarðarsýslu saman til fundarhalda.
Það er fjölbreytt dagskrá framundan næstu dagana enda um flotta lista- og menningarhátíð að ræða. Það verður víða opið á sunnudaginn m.a. í Glaumbæ og listagalleríum. Myndlistarsýning Hallrúnar Ásgrímsdóttur opnar í Safnahúsinu og sýningin Litbrigði samfélags í Gúttó og síðast en ekki síst frumsýnir Leikfélags Sauðárkróks gamanleikinn Fullkomið brúðkaup.
Velkomin á Sæluviku Skagfirðinga !