Sæluvika Skagfirðinga hefst formlega á sunnudaginn
Sæluvika lista- og menningarhátíð sem haldin er árlega í Skagafirði verður formlega sett á sunnudaginn og mun standa yfir í viku. Setningin verður haldin í Safnahúsinu á Sauðárkróki og hefst kl. 13.
Dagskráin í ár er mjög fjölbreytt og blandast vel af viðburðum sem rík hefð er fyrir á Sæluviku og nýjum viðburðum. Þrátt fyrir að Sæluvika hefjist formlega á sunnudaginn er forsælan hafin og nóg um að vera núna um helgina.
Það er allt mögulegt menningartengt á dagskrá Sæluviku. Það eru leiksýningar, tónleikar af öllum stærðum og gerðum, allskonar listasýningar, opin hús, bíósýningar, hestasýningar í tengslum við sýninguna Tekið til kostanna, gönguferðir, flómarkaður og kaffisala, svo eitthvað sé talið:
Leikfélag Sauðárkróks sýnir leikritið Á svið
Leikhópurinn Lotta heimsækir grunnskóla Skagafjarðar með söngsyrpu
35 ára útgáfuafmæli Herramanna
Karlakórinn Heimir heldur Sæluvikutónleika í Miðgarði
Kvennakórinn Sóldís er með Eurovision tónleika í Höfðaborg
Valdimar og Örn Eldjárn verða með tónleika í Gránu
Söngkvöld Sauðárkrókskirkju verður á sínum stað
Hestasýningin Tekið til kostanna
Myndlistarsýning MCT Art verður í Safnahúsinu en á sýningunni verða litríkar teikningar eftir myndlistarkonuna María Carmela Torrini
Litbrigði samfélags verður í Gúttó sem er samsýning myndlistarfólks í Sólon, félagi myndlistarfólks í Skagafirði og nágrenni
Ljósmyndasýningin Skagafjörður með mínum augum verður í sundlauginni á Sauðárkróki en það er sýning á landslagsmyndum Sigga Photography sem eru teknar á tímabilinu 2020-2023 í Skagafirði
Myndlistarsýning nemenda Varmahlíðarskóla verður í Miðgarði
Kvikmyndasýningar hjá Króksbíó í Bifröst
Opið hús í Dagdvöl aldraðra og Leikskólanum Ársölum
Nemendur Árskóla bjóða eldri borgurum Skagafjarðar í sumarsælukaffi
Gönguhópur Helgu Sjafnar og Söruh startar göngusumrinu með gönguferð í Garðsfjöru
Trúbador á Kaffi Krók
Sælustundir á Grand-Inn
Eins og áður sagði hefst Sæluvika formlega í Safnahúsinu á Sauðárkróki á sunnudaginn kl. 13:00.
Dagskrá setningar Sæluviku:
- Sólborg Borgarsdóttir forseti sveitarstjórnar setur Sæluviku
- Afhending Samfélagsverðlauna Skagafjarðar
- Vísnakeppni Safnahússins
- Formleg opnun myndlistarsýningar MCT. ART
- Tónlistarflutningur Sigurlaugar Vordísar og Eysteins
- Tónlistarflutningur frá Tónlistarskóla Skagafjarðar
- Kaffi og terta í boði fyrir gesti
Hefð hefur skapast fyrir því að afhenda Samfélagsverðlaun Skagafjarðar á setningu Sæluviku en samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn á setningu Sæluviku Skagfirðinga árið 2016 og verða því veitt núna í 8 skiptið.
Haldið er utan um alla viðburði Sæluviku á heimasíðu Sæluviku www.saeluvika.is og á Facebook síðu Sæluviku.
Gleðilega Sæluviku!