Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir ráðin skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfræðingur hefur verið ráðin skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sæunn Kolbrún er með M.Sc. gráðu í skipulagsfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hefur einnig lokið B.Sc. námi í umhverfisskipulagi frá sama skóla. Þá hefur Sæunn Kolbrún lokið margvíslegum námskeiðum sem tengjast störfum hennar undanfarin ár.
Að loknu námi starfaði Sæunn Kolbrún sem staðgengill umhverfis- og landgræðslustjóra hjá Orku náttúrunnar og sem sérfræðingur í öryggis- og heilsumálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Sæunn Kolbrún er gift Róberti Unnþórssyni verkfræðingi og eiga þau saman eina dóttur.
Sæunn Kolbrún er borinn og barnfæddur Skagfirðingur og er boðin hjartanlega velkomin til starfa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.