Fara í efni

Sambýlið Blönduósi óskar eftir sumarstarfsfólki

21.03.2016

Tímabil: Í öðru starfinu þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst en í hinu frá 1. júní nk. Ráðið er í bæði störfin til loka ágúst. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu.

Fjöldi og starfshlutfall: Tvö störf í 100% starfshlutfalli.

Lýsing á starfinu: Starfsmenn aðstoða fatlað fólk við athafnir daglegs lífs og sinna líkamlegum og félagslegum þörfum eftir því sem við á.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hafa til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.

Vinnutími: Vaktavinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Yfirmaður: Turid Rós Gunnarsdóttir, forstöðumaður, sambyli@felahun.is, s. 452-4960.

 

Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2016.


Smelltu hér til að sækja um starf