Samgönguvika 16.-22. september
15.09.2014
Evrópska samgönguvikan er haldin árlega 16.-22. september og ýmis sveitarfélög hér á landi hafa tekið þátt í henni undanfarin ár.
Samgönguvikan er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum og markmið hennar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.
Sveitarfélagið Skagafjörður vill hvetja íbúa sína til að taka þátt í samgönguvikunni og hjóla, ganga eða nota almenningssamgöngur þegar og þar sem kostur er.