Fara í efni

Samningur um sjúkraflutninga undirritaður

20.01.2020
Sigfús Ingi Sigfússon sveitastjóri, Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri, Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN og Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga HSN við undirritun samningsins.

Síðastliðinn föstudag var undirritaður nýr samningur um sjúkraflutninga á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Brunavarnir Skagafjarðar munu sjá um framkvæmd samningsins líkt og undanfarin ár.

 Samningurinn, sem gildir til næstu 5 ára, nær til sjúkraflutninga í Skagafirði, utan Fljóta sem njóta þjónustu frá Fjallabyggð.

 Áralöng hefð er fyrir samstarfi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Brunavarna Skagafjarðar vegna sjúkraflutninga og eru samningsaðilar því mjög ánægðir með að óbreytt fyrirkomulag vegna sjúkraflutninga í Skagafirði hafi verið tryggt næstu árin.