Samstarf milli grunnskóla og háskóla
24.02.2015
Nemendur 9. bekkjar Varmahlíðarskóla héldu til Hóla í gær, mánudag, og stendur námskeiðið hjá hestafræðideildinni fram á fimmtudag í þessari viku. Nokkurra ára hefð er orðin fyrir þessu samstarfi 9. bekkinga og hestafræðideildarinnar á Hólum. Nemendur fá bæði bóklega og verklega tilsögn og má búast við að flestir hafi eitthvað gagn af þessu og allir þó nokkuð gaman segir á heimasíðu Varmahlíðarskóla. Hér eru myndir frá námskeiði 9. bekkinga í fyrra.