Fara í efni

Samúel Rósinkrans Kristjánsson ráðinn umsjónarmaður Eignasjóðs

05.07.2024

Samúel Rósinkrans Kristjánsson var á dögunum ráðinn í starf umsjónarmanns Eignasjóðs á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Eignasjóður Skagafjarðar leigir út fasteignir til stofnana og einstaklinga. Eignasjóður leggur áherslu á gott samstarf og þjónustu við viðskiptavini sína og hefur að leiðarljósi fagleg vinnubrögð við hönnun, framkvæmd og viðhald húsnæðis.

Samúel Rósinkrans fékk sveinspróf sem húsasmiður árið 2014 og útskrifaðist sem húsasmíðameistari frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra árið 2018, ásamt því að hafa byggingastjóraréttindi. Hann hefur umfangsmikla reynslu af allri almennri smíðavinnu en undanfarin ár hefur hann starfað sjálfstætt. Reynsla hans og fagleg þekking á eftir að koma að góðum notum í starfi hans hjá sveitarfélaginu.

Samúel mun hefja störf 12. ágúst nk. og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í sínum störfum.