Sérfræðingur
Upphaf starfs: Eftir samkomulagi
Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.
Starfssvið: Meginþungi starfsins er í félagsþjónustu en viðkomandi starfar einnig í skólaþjónustu og þvert á fagstoðir og stofnanir með öðrum sérfræðingum fjölskyldusviðs.
Menntunarkröfur: Háskólamenntun á félags- eða heilbrigðissviði. Menntun á sviði fræðslu- og uppeldismála kemur einnig til greina. Bílpróf er skilyrði.
Hæfniskröfur: Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af ráðgjöf við einstaklinga og hópa sem eiga í félagslegum eða persónulegum vanda, hafi þekkingu á félagslegri þjónustu og barnaverndarstarfi. Leitað er að einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni. Umsækjandi þarf jafnframt að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir, hafa metnað í starfi, vera jákvæður og sýna af sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og frumkvæði.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur sveitarfélagsins.
Vinnutími: Dagvinna.
Launakjör: Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur: Er til og með 27. maí 2018.
Nánari upplýsingar: Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, í síma 455 6088 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið has@skagafjordur.is.
Umsóknir: Umsóknum um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini þarf að fylgja umsóknum. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.