Skagafjörður: Heimili Norðursins Atvinnulífssýning um helgina
Eins og áður hefur verið tilkynnt verður Atvinnulífssýning haldin á Sauðárkróki um næstu helgi, dagana 20.-21. maí 2023.
Atvinnulífssýningin verður sett í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 20. maí kl. 11. Sýningin stendur yfir laugardag og sunnudag og verður opin frá kl. 10-17 á laugardag og 10-16 á sunnudag. Á sýningartíma verður fjölbreytt dagskrá á sviði með tónlist og ýmsum uppákomum en atriðin verða kynnt nánar á sýningunni.
Atvinnulífssýningin er fjórða sinnar tegundar í Skagafirði og var síðast haldin árið 2018. Þátttaka á sýninguna er mjög góð en yfir 60 sýnendur eru skráðir á sýninguna sem verður bæði á inni- og útisvæði.
Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði, kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir heimafólk og gesti.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Upplýsingar um sýnendur má nálgast með því að smella á myndina hér að neðan:
Gengið er inn á sýninguna um aðalinngang í íþróttahúsið (frá bílastæði við Árskóla). Það er okkar von að sem flestir komi á sýninguna og staldri vel og lengi við enda nóg að skoða, smakka og njóta.
VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!