Fara í efni

Skagafjörður samþykkt sem nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi

14.06.2022

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags fór fram í gær. Þar var m.a. samþykkt að nafn sveitarfélagsins skuli vera Skagafjörður og hefur samþykkt sveitarstjórnar á nýju nafni nú verið send til Innviðaráðuneytis til staðfestingar.

Könnun um nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi (sveitarfélagsnúmer 5716) var gerð samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí sl. Kosið var á milli þriggja nafna: Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagafjörður og Hegranesþing.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Skagafjörður 1110
Sveitarfélagið Skagafjörður 852
Hegranesþing 76
Auðir 18
Ógildir 3