Skáldin á Skagaströnd 31. okt
Skáldin á Skagaströnd!
Jón Kalman Stefánsson, Eiríkur Guðmundsson og Óskar Árni Óskarsson
Rithöfundarnir þrír lesa upp úr verkum sínum og spjalla við gesti í
Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra
í gamla kaupfélagshúsinu á Skagaströnd
Fimmtudaginn 31. október
Dagskráin hefst klukkan 20:00
Allir eru hjartanlega velkomnir að hlýða á og þiggja veitingar
Jón Kalman Stefánsson er með þekktustu rithöfundum samtímans, ekki síst fyrir bækurnar Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins. Ásamt skáldsögum hefur hann gefið út ljóðabækur, smásögur. Þrjár af bókum hans hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005.
Í ár kemur út eftir Jón skáldsagan Fiskarnir hafa enga fætur
Eiríkur Guðmundsson er landsmönnum bæði kunnur sem dagskrárgerðarmaður og umsjónarmaður útvarpsþáttarins Víðsjár og fyrir skáldsögur sínar 39 þrep á leið til glötunar, Undir himninum og Sýrópsmánann.
Nýjasta skáldsaga Eiríks heitir 1983 og kemur út á haustdögum.
Óskar Árni Óskarsson er með virtustu ljóðskáldum og þýðendum okkar, og hefur bæði verið tilnefndur til Þýðingarverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Meðal verka hans má nefna Ljós til að mála nóttina, Vegurinn til Hólmavíkur og Kuðungasafnið; síðastnefnda bókin er safn smáprósa, en Óskar Árni hefur náð undraverðum tökum á því formi.
Það sem við tölum um þegar við tölum um ást er heiti á þýðingu hans á smásögum bandaríska höfundsins Raymond Carver.