Fara í efni

Skáli frá 11. öld fannst á Hamri í Hegranesi

04.06.2014

Undanfarnar tvær vikur hafa starfsmenn Fornleifadeildar Byggðasafnsins unnið við fornleifauppgröft á Hamri í Hegranesi þar sem á að byggja við íbúðarhúsið. Það stendur á sama stað og bæir stóðu fyrr á öldum og því var nauðsynlegt kanna fornleifar á byggingarsvæðinu áður en grunnur yrði tekinn. Undir lok rannsóknartímans kom í ljós 11. aldar skáli, sem sennilega er elstu byggðarleifar þar á bæ.

Sjá nánar