Fara í efni

Skammtímavistun auglýsir hlutastörf laus til umsóknar

30.05.2017

 Skammtímavistun auglýsir hlutastörf laus til umsóknar

 

Upphaf starfa: 11. ágúst 2017 eða eftir samkomulagi.

Fjöldi & starfshlutföll: 2-3 störf í 50 til 70% starfshlutfalli.

Starfsheiti: Starfsmaður á sambýli II.           

Lýsing á starfinu: Störfin fela í sér að aðstoða fötluð börn og fullorðna við athafnir daglegs lífs, umönnun, skipuleggja afþreyingu, þjálfun og gæslu eftir þörfum. Ásamt öðrum verkefnum. Störfin henta konum jafnt sem körlum.

Menntunar- og hæfniskröfur: Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingum sem hafa áhuga og yndi á að starfa með fötluðum börnum og fullorðnum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, umhyggju, lipurð í mannlegum samskiptum og stundvísi. Mikilvægt er að starfsmenn sýni frumkvæði, sjálfstæði og gleði í leik og starfi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.

Vinnutími: Vaktavinna.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 12. júní 2017

Nánari upplýsingar: Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, forstöðumaður skammtímavistunar, í síma 866-5561 eða í tölvupósti: gudrunhanna@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

                                              

 

Skammtímavistun er staðsett á Grundarstíg 22, Sauðárkróki. Markmið þjónustunnar er að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna og stuðla með þeim hætti að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum. Þá er skammtímavistun jafnframt ætlað að veita fötluðum ungmennum og fullorðnum, sem búa í heimahúsum tilbreytingu og búa þá undir að flytjast úr foreldrahúsum. Skammtímavistun þjónar öllu Norðurlandi vestra.