Fara í efni

Skerðing á þjónustu Skagafjarðar vegna kvennaverkfalls á morgun

23.10.2023
Konur og kvár munu leggja niður störf á morgun

Á morgun, þriðjudaginn 24. október, munu konur og kvár leggja niður störf.

Viðbúið er að verkfallið hafi áhrif á þjónustu á vegum Skagafjarðar en leitað verður leiða til að tryggja lágmarksþjónustu.

Skerðing á þjónustu Skagafjarðar verður sem hér segir:

  • Ráðhús Skagafjarðar verður opið frá 13:00 – 15:00
  • Leik- og grunnskólar
    • Allt skólahald í grunnskólum Skagafjarðar fellur niður ásamt frístund
    • Leikskólarnir Birkilundur og Tröllaborg verða lokaðir
    • Leikskólinn Ársalir sinnir forgangsbörnum sem foreldrar hafa látið vita að muni mæta. Karlkyns starfsmenn munu sinna þeim börnum.
  • Héraðsbókasafn Skagfirðinga verður lokað.
  • Dagdvöl verður opin en með breyttu dagskipulagi.
  • Stuðnings- og stoðþjónusta verður í boði en skert.
  • Sundlaugin á Hofsósi verður opin frá 07:00 til 13:00
  • Sundlaugin á Sauðárkróki verður opin frá 6:50 til 14:00

 

Skerðing á þjónustu mun ekki eiga við á eftirtöldum stöðum:

  • Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
  • Iðja á Sauðárkróki
  • Skammtímadvöl á Sauðárkróki
  • Sundlaugin í Varmahlíð verður með hefðbundinn opnunartíma
  • Íþróttamannvirki verða með hefðbundinn opnunartíma
  • Búseta/heimili fatlaðs fólks á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga verður mannað starfsfólki.

Hlutfall kvenna og kvár meðal starfsfólks Skagafjarðar er um 75% og ef eingöngu eru skoðaðir skólar á vegum sveitarfélagsins er hlutfallið 85%. Þess má geta að Skagafjörður hefur innleitt jafnlaunastefnu og fengið jafnlaunavottun og ber að greiða jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni og öðrum þáttum.