Fara í efni

Skipulagslýsing á breytingum á Aðalskipulagi, fasa tvö

13.03.2024

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu á fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum, fasa tvö á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin er sett fram í greinargerð dags. febrúar 2024 unnin af VSÓ Ráðgjöf.

Fyrirhugaðar breytingar taka til eftirfarandi svæða og landnotkunar:

Í dreifbýli:

Deplar í Fljótum

Verslun og þjónusta VÞ-2, breytt afmörkun og aukið byggingarmagn.

Flugvöllur FV-1, einkalendingarstaður í landi Depla.

Brautarholt-Mýri og Efra-Haganes I (lóð3)

Verslun og þjónusta VÞ-12 og VÞ 13, breytt nýting lóða.

Stóra-Brekka

Athafnasvæði AT-2, breytt landnotkun innan lögbýlis.

Gýgjarhóll

Skógræktar- og landgræðslusvæði SL-8, nýtt skóræktarsvæði.

Verslun og þjónusta VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16, breytt landnotkun.

Hofsstaðir

Verslun og þjónusta VÞ-8, breytt afmörkun og aukið byggingarmagn.

Litla-Gröf 2

Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48, nýtt efnistökusvæði í landi Litlu-Grafar 2.

Á Sauðárkróki:

Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 og E-404, breytt afmörkun á efnistöku- og efnislosunarsvæði.

Hafnir H-401, breyting á byggingarmagni.

Íbúðarbyggð ÍB-404, breyting á byggingarmagni.

Veitur og helgunarsvæði VH-401, afmörkun helgunarsvæðis fyrir lagnir á Sauðárkróki.

Skipulagslýsingin er auglýst frá 13. mars til og með 10. apríl 2024. Hægt er að skoða skipulagslýsinguna fyrir fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 240/2024. Tillagan mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi skipulagslýsinguna. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is undir máli númer 240/2024 í síðasta lagi 10. apríl 2024. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 - Breytingar