Skipulagslýsing - Hofsós, Skólagata og Túngata
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 31. fundi sínum þann 23. október 2024 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir "Hofsós, Skólagata og Túngata".
Skipulagslýsingin er unnin fyrir sveitarfélagið Skagafjörð af Stoð ehf. verkfræðistofu, uppdráttur nr. SL01, dags. 19.09.2024, útgáfa 1.0. Fyrirhugað skipulagssvæði er 1,3 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, Skólagötu að norðan, Lindargötu að austan og Túngötu að sunnan. Innan svæðisins eru 3 fasteignir. Megin markmið skipulagsins eru m.a. að: skilgreina lóðir, byggingarreiti auk lóðarskilmála. Lögð verður áhersla á að skapa vistlegt og fallegt miðbæjarumhverfi. Aðkomuleiðir, bílastæði og gönguleiðir og tengingar innan svæðis.
Skipulagslýsingin er auglýst frá 13. nóvember til og með 6. desember 2024. Hægt er að skoða skipulagslýsinguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 1344/2024. Skipulagslýsingin mun jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá kl. 10-12 og kl. 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin hér á heimasíðu Skagafjarðar. Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi skipulagslýsinguna. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is í síðasta lagi 6. desember 2024. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is. Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar