Fara í efni

Skógardagur í Grunnskólanum austan Vatna

11.09.2017
Mynd: www.gav.is

Á heimasíðu Grunnskólans austan Vatna er sagt frá því að á þriðjudaginn, 5. september, var hinn árlegi Skógardagur Grunnskólans austan Vatna haldinn á Hólum en þar voru allir skólarnir þrír saman komnir. Á þessum degi er nærumhverfið á Hólum nýtt til kennslu.

Krakkarnir í 2. og 3. bekk unnu með form og bjuggu til grunnformin með því að raða saman greinum úr skóginum. Þau bjuggu líka til rétt, hvöss og gleið horn og skoðuðu hvernig horn greinarnar á trjánum mynduðu.

Krakkarnir í miðdeildinni lærðu um sveppi, skoðuðu myndir af algengustu ætisveppum Íslands. Þau tíndu sveppi og steiktu og smökkuðu. Krakkarnir gerðu líka upprifjunarverkefni um sveppi.

Unglingadeildin fór í tvö verkefni á Skógardeginum. Annar hópurinn fór og grisjaði göngustíga og tók greinar af brotnu tréi. Grisjunin var framhald af grisjun svæðisins sem þau voru byrjuð á í fyrrahaust. Þetta gekk vel enda hafði hópurinn gert þetta á síðasta Skógardegi líka. Hinn hópurinn sagaði niður greinar af háu tréi sem hafði brotnað við inngang útikennslusvæðisins. Vinnan gekk vel og voru krakkarnir duglegir að saga og sýndu mikla samvinnu.

Allir nemendur skólans tóku einnig þátt í Norræna skólahlaupinu og óhætt er að segja að nemendur hafi tekið vel á því í.

Lokahnykkur skóladagsins var svo þegar hljómsveitin Milkywhale kom og flutti eldhressa danstónlist sem krakkarnir kunnu vel að meta.

Skógardagurinn      Skógardagurinn

Milkywhale        Skógardagurinn