Skólaakstur á Sauðárkróki
03.10.2019
Í upphafi skólaárs velta foreldrar eðlilega fyrir sér hvernig staðan sé á skólaakstri innanbæjar á Sauðárkróki. Eins og komið hefur fram ákvað fræðslunefnd að bjóða aksturinn í tengslum við Árskóla út í sumar sem leið. Tvö tilboð bárust í aksturinn. Nefndin ákvað að hafna báðum tilboðum og bjóða aksturinn út að nýju með breyttu sniði. Um þessar mundir stendur útboðið yfir og er áætlað að opna tilboð í næstu viku. Vonast er til að hægt verði að taka ákvörðun um skólaaksturinn fljótlega í kjölfarið.
Mikilvægt er að brýna fyrir ökumönnum að aka gætilega í nágrenni við skólana okkar. Mörg börn eru á ferli, bæði fótgangandi sem og á hjólum ýmiskonar.